Færsluflokkur: Bloggar
Lykillinn af lífinu.
5.5.2008 | 13:07
Að hafa lykilinn í hendi sér? Er ég með minn lykil, eða er hann allt annars staðar? Hvernig veit ég hvort ég er með réttan lykil? Eru allir með eins lykla eftir allt?
Fortíðin læðist upp að mér, oft eins og vofa sem ég býð í kaffi. Mér finnst gott að setjast niður með fortíðinni og læra af henni. Fortíðin kennir mér ótrúlega margt, og það er fortíðinni að þakka, að ég er sú sem ég er í dag. Ef til vill myndu sumir líta á fortíðina öðruvísi, en fyrir mér er hún ákveðinn lykill, hún er lykillinn að fratíðinni.
Þegar ég var að byrja mitt líf fyrir alvöru, hófst ég handa við að taka til í mínum innri garði, hreinsa burtu skít og flór sem ég og aðrir höfðum skilið eftir í garðinum mínum. Haugarnir sem ég kleyf, mokaði, syrgði, saknaði og bað fyrir, voru fleiri en ég fæ að muna, sem betur fer. Ástæða þess að ég man sumt betur en annað, er að með því að taka til í garðinum, er ekki allt sem nýtist í uppbyggingarefnið. Það sem notast í uppbygginguna, er það sem er undir öllum soranum, ég sjálf eins og ég er í raun. Þarna á byrjunar reitnum vissi ég ekki hver ég var.
Eftir að hafa komist á botninn á soranum, og hafa verið þar föst, var ekkert annað í stöðunni en að moka mig út, og þá varð ég að fara að framkvæma í fúsleika.
Hver hefur annars áhuga á því að moka eigin skít? Þarf ekki alltaf að vera einhver ákveðin fúsleiki, til að geta unnið sig áfram í því sem gera þarf?
Moksturinn hófst og tók sinn tíma, en með aðstoð einstakrar þolinmæði reyndari einstakklinga, tókst mér að moka mig út. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og margar hugmyndir runnið út í sandinn, og vegna þess að tíminn líður alltaf áfram, þarf ég reglulega að taka til í garðinum hjá mér.
Eflaust get ég tekið á móti fortíðinni með hroka, og eiga það á hættu að missa skilninginn sem ég hef á henni. En ég vil ekki gleyma, hvaðan ég er að koma. Ég verð að muna til að skilja.
Stór misskilningur gæti þá myndast, því ég er ekki sú sem ég er, bara af því ég man hver ég var. Það er ekki nóg að muna, ég verð að vinna í því að vera ég, á hverjum degi, alla daga. 100% nám, sem gefur ekki einingar í framhaldsskóla, 100% vinna, sem ekki er metin í peningum.
Þessi vinna og þetta nám, er launað með dýrmætustu gjöfinni, ég fæ líf að launum.
Á hverjum degi, vinn ég fyrir lífi mínu. Það virkar, það er að segja lífið mitt... En ég þarf að vinna fyrir því.
Þannig að þegar fortíðin bankar upp á og vill fá kaffi, tek ég henni brosandi með opnum örmum, og býð henni í kaffi.
Það eina sem ég veit fyrir víst, er að ég verð með mér, allt mitt líf. Því verð ég að hugsa um og vita, hver ég er. Því ekki er gaman að vera samferða einhverjum sem ég þekki ekki.
Þegar ég hef fundið lykil sem veitir mér hamingju, öðlast ég part af því sem mér er lofað.
Þegar ég hef fundið lykil sem veitir mér frelsi, öðlast ég annan part af því sem mér er lofað.
Þegar ég hef öðlast frelsi og hamingju, hef ég fengið nýtt líf.
Ef ég er ekki með lykilinn og er búin að týna honum, þá verð ég að láta smíða nýjan. En ég get það ekki ein, því ég hef aldrei smíðað lykla.
Kv Vala.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta færslan, ekki menning, heldur minning :)
21.3.2008 | 15:26
Fíllinn hún Nellý sér flýtti af stað
Í frumskóginn vildi flytja
Hún lagði af stað með lúðraþyt
Trútt. Trútt. Trútt.
Forystufíllinn kallar
Af fjarlægri strönd.
Hve ljúft það væri að lifa þar
Og leiðast hönd í hönd.
JÁ!
Fíllinn hún Nellý sér flýtti af stað
Í frumskóginn vildi flytja
Hún lagði af stað með lúðraþyt
Trútt. Trútt.
HÍHÍHÍHÍHÍ!
TRÚTT!
Svona til að skapa réttu stemmninguna á þessum langa föstudegi :)
Vona að þetta komi brosi á einhverjar varir :)
Kv í Bili Trútt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)